Gullsmiðja Óla

Gull og skart í miklu úrvaliGullsmiðja Óla er staðsett að Hamraborg 5 í Kópavogi og hefur starfað frá árinu 1993. Gullsmiðjan er rekin af hjónunum Óla J. Daníelssyni og Eygló S. Steindórsdóttur. Frá stofnun þann 19. júní árið 1993 og til ársins 2002 starfaði gullsmiðjan í Hamraborg en á árunum 2002 til 2013 starfaði hún í fyrst í Smáralind og síðan í miðbæ Reykjavíkur. Árið 2013 flutti Gullsmiðja Óla aftur heim í Haraborg, fyrst í upphaflega rýmið frá 1993 og síðar í stærra húsnæði við hlið þess fyrsta. Þar er Gullsmiðja Óla til húsa nú.
„Ég ætlaði aldrei að verða gullsmiðjur, ég fór fyrst í tréiðnarnám og ætlaði að verða myndskeri. Ég hafði einnig áhuga á að vera leturgrafari. Ég sendi skrautskrifað bréf til fyrirtækis úti í Árósum og þeir buðu mér út á samning, en þegar til kastana kom gat það fyrirtæki aðeins tekið við nema í stálgreftri. Fyrir hálfgerða tilviljun komst í ég samband við gullsmið í Árósum og fékk að sitja á verkstæðinu hjá honum í nokkra daga, en hann hafði ekki hug á að taka nema. Eftir þessa daga hafði honum svo snúist hugur og við Eygló fluttum út og ég nam hjá Nils Vase frá 1985 til 1988. Eftir þetta tók hann sjö aðra nema.“

Í framhaldi af námi sínu hjá Nils Vase í Árósum fór Óli í nám við Gullsmíðaháskólann í Kaupmannahöfn í steinagrópun og leturgrefti. Þó Óli haf mest fengist við smíði úr gulli, silfri og platínu gegnum árin má segja að hann sé nú að sækja aftur í upphaf sitt, því undanfarin ár hefur hann mikið fengist við leturgröft og meðal annars unnið mikið af myndum og textum í gler.

Gullsmiðja Óla fæst við smíði og sölu skartgripa auk innflutnings, þó mest áhersla sé lögð á eigin vörur. Þá fæst gullsmiðjan við viðgerðir og sérsmíði.

„Þegar ég var á þriðja ári í náminu hjá Nils Case lét hann mig fá silfurnælu til að gera við. Þegar ég hafði lokið verkinu sagði hann mér sögu hennar, en um var að ræða yfir 300 ára gamla nælu úr Danska þjóðminjasafninu, gríðarlega verðmætan safngrip. Viðgerðir hafa alla tíð verið stór þáttur í starfi okkar, enda treystir fólk okkur fyrir munum sem eru því mjög kærir og það er gaman að sjá gamla hluti öðlast nýtt líf,“ segir Óli. Gullsmiðja Óla hefur frá upphafi fengist við viðgerðir. Er þá helst um að ræða hringa, hálsmen, eyrnalokka og armbönd, en auk þess tekur gullsmiðjan að sér viðgerðir á stærri munum.